Sunday, February 2, 2014

Við erum afar stoltar af stelpunum okkar eftir mótið í dag

Í dag spiluðum við á HK mótinu í Kópavogi. Við erum afar stoltar af stelpunum okkar eftir daginn.

Vissulega erum við alveg með á hreinu hvað þær geta og kunna en engu að síður tókst nokkrum þeirra að koma okkur þjálfurunum ánægjulega á óvart og enn fleiri sjálfum sér og vonandi líka ykkur.
Þessi mót eru alls ekki hugsuð til þess að sigra hvern leik heldur til að framkvæma það sem við höfum verið að læra gegn stúlkum sem við þekkjum ekki, í öðrum íþróttahúsum en heima  í Austurberginu okkar góða og við krefjandi aðstæður sem samanstanda af alls kyns hávaða, hrópum, köllum, myndavélum og annars konar áreiti. 
Það er meira en að segja það að sýna og muna allt sem maður getur og kann þegar komið er inn á völlinn á svona mótum. Það eitt að geta komið inn á völlinn og verið með er stórt skref og mikill áfangi.

Nú sem fyrr voru stúlkurnar okkur öllum og félaginu til sóma og við hlökkum til æfinganna með þeim fram að næsta móti.

Ef þið eigið myndir frá helginni megið þið endilega koma þeim til okkar á USB lykli og við setjum þær á síðuna okkar.

Takk öll fyrir samveruna um helgina.

Mynd af  Bleika liðinu 7.fl. kv. sem tók þátt í Ákamótinu hjá HK núna um helgina



No comments:

Post a Comment