Á morgun er svokallaður Stórleikjadagur í Austurbergi. Fyrst mæta ÍR-stúlkur liði Vals í meistaraflokki kvenna og svo klukkan 20:00 mæta strákarnir liði Hauka. Sá leikur verður í beinni útsendingu á RUV.
Ákveðið hefur verið að 7. flokkur kvenna leiði leikmenn inn á völlinn í fyrri leiknum en það hentar okkur einstaklega vel því sá leikur hefst klukkan 18:00 en það er einmitt sá tími sem æfingunni okkar á að ljúka.
Það væri mjög gaman ef stelpurnar gætu svo horft á leikinn en ef ekki þá endilega gefið okkur nokkrar mínútur aukalega svo þær geti að minnsta kosti leitt inn á.
Við ÍR-ingar viljum gera stelpunum jafnhátt undir höfði og strákunum og gera umgjörð þeirra
sem besta og þurfum ykkar stuðning til þess.
Kv. Þjálfarar
Það er gaman að taka þátt í leikjunum hjá meistaraflokk |
Lukkudýrin okkar sem hjálpuðu strákunum að verða Bikarmeistarar á seinasta tímabili |
Flottir krakkar hjá ÍR Handbolta sem við erum hrikalega stolt af |
No comments:
Post a Comment