Thursday, January 9, 2014

Dagskráin framundan

Sæl öll og gleðilegt ár.

 

Nú er síðari hluti tímabilsins hafinn og við byrjaðar að æfa á fullu. Æfingar

verða á sömu tímum og áður og við vonumst eftir góðri mætingu. 

Næsta mót hjá 7. flokki kvenna verður haldið 31. jan -2. feb.

hjá HK í Kópavogi.

 

Fjórða og síðasta mót vetrarins verður svo 4.-6. apríl á Selfossi. Endilega

merkið við þessar dagsetningar hjá ykkur. Við sendum svo allar upplýsingar um

leið og við fáum þær.

 

Ekki má gleyma 8.flokki en þær eiga eitt mót eftir sem verður haldið

Í Garðabæ 7. – 9. mars.

 

Við hlökkum til samstarfsins og hvetjum ykkur til að koma á æfingar

og vera með okkur.

 

 

 

No comments:

Post a Comment