Nú styttist óðum í jólafrí og verður æfingaplanið sem hér segir:
- 16. desember mánudagur - Tarzanleikur. Salurinn undirlagður af áhöldum og dýnum.
Ath. breyttan æfingatíma.
Æfingin er frá 16:00-17:00 hjá báðum flokkum.
- 19. desember fimmtudagur- Við ætlum að bjóða foreldrum og systkinum að koma og hafa gaman.
Það má líka alveg bjóða frænku, frænda eða vini/vinkonu að koma með. Svona rétt fyrir
jólin er tilvalið að leika okkur saman og enginn staður betri en íþróttasalurinn.
- 20. desember – síðasta æfingin fyrir jól. Frjáls mæting.
- 6. janúar mánudagur. Æfingar hefjast að nýju á venjulegum tíma.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
Með bestu kveðju
Kristín , Sigrún, Fídes og Magga
No comments:
Post a Comment