Wednesday, February 27, 2013

LAUGARDAGURINN 2. MARS

ÍR – AKUREYRI       

Þessa dagana er allt að gerast hjá okkur. 8. flokkur fer í mótið sitt á sunnudaginn og er spennan í sögulegu hámarki. 

 7. flokkur æfir svo af kappi fyrir Selfossmótið sitt og allar stelpurnar í báðum flokkum eru að bæta sig mikið.

Á laugardaginn hafa hins vegar strákarnir í meistaraflokki óskað eftir stuðningi frá okkur stelpunum en þeir vilja að þær leiði þá inn á völlinn í leik sínum gegn Akureyri.  Við ætlum að sjálfsögðu að hjálpa strákunum eins og við getum en þetta verður svakalegur leikur og sýndur í beinni útsendingu á RUV.  Mæting hjá stelpunum í Austurberg er kl. 14:30 og við vonum að allar geti komið.

Endilega haldið áfram að fylgjast með okkur á : http://irstelpur7fl.blogspot.com

 

No comments:

Post a Comment