Sunday, June 8, 2014

Handboltaskóli ÍR

Minnum á handboltaskóla ÍR sem byrjar á þriðjudaginn! 

Tveggja vikna handboltanámskeið fyrir krakka fædd 2004-1997. Æfingar standa yfir í tvær klukkustundir dag hvern og fara fram í íþróttahúsinu við Austurberg.

Skólastjóri er Sigurjón Björnsson(Sjonni)! Sjonni er hokinn af reynsu, en hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur þjálfað handbolta í 6 ár, allt frá 6. Flokki upp í 3. Flokk. Sjonni hefur spilað í meistaraflokki síðan 2006 og varð íslandmeistari með HK 2011 og bikar- og meistari meistarana með ÍR 2013. Sjonni er uppalinn ÍR-ingur og hefur alla sinn ferill leikið með ÍR utan tvö ár sem hann lék með HK. 

Takmarkaður fjöldi kemst að í hvort námskeið og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Námskeiðsvikur:
10.-24. júní
5.-18. ágúst

Æfingatímar og aldursflokkar:
10-12 ára(02-04) kl. 09:00-11:00
13-14 ára(01-00) kl. 11:30-13:30
15-16 ára(99-97) kl. 13:30-15:30

Verð: 14.500 kr.
Skráning á www.ir.is

Nánari upplýsingar hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080

 

 

Wednesday, May 7, 2014

ENGIN ÆFING FIMMTUDAG!!!

Þar sem vatnið verður tekið af hverfinu fimmtudag

er íþróttahúsið lokað til klukkan 18:00. Við missum því

æfinguna okkar.

Tvær æfingar eru eftir á föstudag og mánudag. Viljum

endilega sjá allar stelpurnar á föstudag og ykkur öll

á mánudag þar sem foreldar og systkini mæta og allir

leika saman.

Minnum svo á Uppskeruhátíðina á miðvikudaginn

Kl.18:00-20:00 en þar viljum við hitta ykkur öll.

 

 

Uppskeruhátíð yngriflokka!

 

 

 

Tuesday, May 6, 2014

Eurovision eða Handbolt í kvöld ?

Eurovision eða Handbolt í kvöld ? Auðvelt val því þessir ÍR Pollar verða í Mýrinni kl. 19:30 þannig að við hvetjum alla til að mæta og sjá þá hala inn 12 stigum og tryggja sætið !! #handbolti #eurovision

ÍR Pollarnir - Diddi, Arnór, Danni og Jón

Monday, April 28, 2014

Breyting á dagskrá

BREYTING!!!!!

Uppskeruhátíðinni er seinkað um tæpa viku og er ástæða þess sú að Meistaraflokkur karla er að spila  í umspili við Stjörnuna.
Við erum líka bara ánægðar að fá fleiri æfingar!  Við hvetjum ykkur öll til að mæta á þessa leiki hjá strákunum þar sem þeir spila við
Stjörnuna og leggja ykkar að mörkum til að ÍR verði áfram í deild þeirra bestu.  Leikirnir eru 3. maí í Austurbergi kl. 16:00, 6. maí í Mýrinni kl. 19:30
og ef til oddaleiks kemur verður spilað í Austurbergi 8. maí kl. 19:30. Tvo sigra þarf til að öðlast sæti í úrvalsdeildinni.
Allar upplýsingar, myndir og fleira sem fyrr á ÍR handbolti á Facebook. 

28. apríl          Mánudagur               Æfing í Austurbergi

1. maí             Fimmtudagur             Frí á æfingu – Frídagur 

2.  maí            Föstudagur               Æfing í Austurbergi

5. maí             Mánudagur              Æfing í Austurbergi

8. maí             Fimmtudagur           Æfing í Austurbergi

9. maí             Föstudagur              Æfing í Austurbergi

12. maí           Mánudagur             Síðasta æfing vetrarins
                                                                   
                   BÆÐI 7. FLOKKUR og 8. FLOKKUR 
                               MÆTA KL. 17:00-18:00


                        Þetta er síðasta æfing vetrarins að þessu sinni. Eins og venjulega                    
                        ætlum við að hafa gaman og bjóða foreldrum okkar að koma og vera             
                        með á æfingunni. 

14. maí          Miðvikudagur      Uppskeruhátíð yngri flokka ÍR í Austurbergi
                                                              18:00-20:0


                                          Foreldrar og systkini innilega velkomin. Verðlaunaafhending
                                          og pylsupartý fyrir alla. Við viljum endilega hitta ykkur öll.