Nú er loksins komið að fyrsta mótinu okkar og eru allir leikirnir á sunnudeginum. Mótið verður haldið í Mýrinni í Garðabæ. Stelpurnar eru mjög spenntar og við erum vissar um að þetta verður alveg frábært. Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt í þessu með stelpunum og horfa á. Foreldrar, ömmur og afar hafa öll jafn gaman af þessu.
Munum samt bara að þjálfararnir stjórna:)
Leikin verður Softball (Vinabolti ) og eru 4 inná í einu í hvoru liði og leiktíminn 1 x 9 mínútur. Mörkin eru ekki talin heldur eru ánægjan gleðin og íþróttaandinn aðalmálið og allir eru sigurvegarar.
Við biðjum ykkur um vera stundvís og láta okkur vita eins fljótt og hægt er ef einhver forföll verða, símanúmerin eru hér neðst.
Stelpurnar eiga að koma með hollt nesti, brauð og/eða ávexti og vatnsbrúsa. Gosdrykkir, sætabrauð úr bakaríi, orkudrykkir eða sælgæti eru algjörlega bannaðir hjá ÍR meðan á keppni stendur. Mætum einnig með stuttbuxur, skó og ÍR treyjur (hvítir bolir eru líka í góðu lagi). Höfum gaman og hvetjum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Við ÍR-ingar söfnum myndum og mundum vilja biðja ykkur sem hafið tök á að taka myndir af stelpunum til að setja inn á síðuna okkar. Frábært ef eitt foreldri í hverju liði sem mundi taka það að sér. Við getum svo hjálpað til við að setja myndirnar inn.
Grænt lið | Bleikt lið | |||||
Mæting 08:00 | Mæting 11:00 | |||||
08:30 | ÍR -FH | völlur 6 | 11:30 | ÍR – HK D | völlur 5 | |
09:00 | ÍR -Stjarnan | völlur 6 | 12:00 | ÍR – Fram S | völlur 6 | |
09:30 | ÍR -Stjarnan | völlur 6 | 12:30 | ÍR – Fram I | völlur 5 | |
10:00 | ÍR - Grótta | völlur 6 | 13:30 | ÍR – Fram S2 | völlur 5 | |
Blátt lið | ||||||
Mæting 13:30 | ||||||
14:00 | ÍR – Fram S | völlur 6 | ||||
14:30 | ÍR – HK D | völlur 6 | ||||
15:00 | ÍR – FH | völlur 5 | ||||
15:30 | ÍR – Fram S2 | völlur 6 |
Grænt: Maríanna, Magnea Dís, Halldóra Valdís, Rakel Helga
Bleikt: Agnes, Aþena Ísold, Aníta Sólveig, Dunja, Rebekka Rún
Blátt: Karen, Svanhvít, Aðalheiður, Auður, Tara, Ólafía, Elísa
No comments:
Post a Comment