Wednesday, December 12, 2012

Leikurinn ÍR- Fram, fimmtudaginn 13. desember

Nú er örstutt í leik og tilhlökkunin mikil. Við erum búnar að segja stelpunum að þær 
eigi að leiða strákana inn á völlinn og auðvitað til sigurs.
Mæting er við Bláa vegginn í Austurbergi kl. 19:00 (fyrir innan miðasöluna)en æfingunni hjá 7. flokki lýkur þess vegna kl. 18:45.
Við viljum endilega að allur 8. flokkurinn mæti líka því við erum stoltar af stelpunum okkar og viljum að 
allir fái að sjá ÍR-stúlkur framtíðarinnar ganga inn á völlinn.
Klæðnaðurinn er einfaldur, bláar stuttbuxur og ÍR - treyjur eða hvítir bolir. Endilega setjið staðfestið hér í 
ummælum að neðan hvort stelpurnar komi eða ekki.

Á föstudaginn kemur svo planið það sem eftir er af þessu ári, svo fylgist vel með.




12 comments: