Sæl öll
Nú liggur fyrir áætlunin til áramóta. Við biðjumst afsökunar á að hafa ekki sent þetta á föstudaginn eins og
ætlunin var en þetta lá ekki alveg fyrir þá.
Svona verður þetta hjá okkur:
17. des. Seljaskóli 17:30 Venjuleg æfing
19. des. Austurberg 15:20 Síðasta æfing fyrir jól- þær sem geta koma með jólasveinahúfur
20. des. Jólakvöldvaka í ÍR-heimilinu Skógarseli
Við mætum kl. 17:30 og erum til 19:30. Við ætlum að spila, hafa skemmtiatriði, spjalla saman og
hafa gaman. Allar mæta með eitthvað að drekka gos/djús, það má koma með smákökur og einnig
smá nammi en stillum því í hóf, það verður nægilegt fjör! Stelpurnar mega koma með einhver skemmtileg
spil sem nokkrir geta spilað saman.
Við ætlum líka að hafa pakkaleik og eiga allar að mæta með litla gjöf sem má þó ekki kosta meira en 500.- kr
Eftir jólakvöldvökuna erum við komnar í jólafrí frá handboltanum. Okkur tókst ekki að fá neina æfingu á milli jóla og nýárs EN
við boðum stelpurnar allar í Austurberg, fimmtudaginn 27. desember kl. 16:15-17:15. Þær eiga að vera klæddar til útiveru því
við ætlum saman í hressandi göngutúr og leika okkur smá úti. Ef veður verður leiðinlegt ætlum við samt að mæta en við erum
með aukaplan ef ekki er hægt að vera úti. Jólafríið er svo langt að við getum bara ekki hugsað til þess að hitta stelpurnar ekkert á
milli jóla og nýárs!!!
Næsta æfing verður svo samkvæmt töflu miðvikudaginn 2. janúar.
Kv.Þjálfarar
No comments:
Post a Comment