Saturday, December 8, 2012

Aftur komið að okkur!!

Seinasti heimaleikur fyrir jól hjá meistaraflokki er  ÍR -FRAM fim. 13. des. 19:30 í Austurbergi. 
Þessi leikur sker út um hvort við komumst í Deildarbikarkeppni um jólin (4.efstu í deild fara í þá 
keppni og við erum núna í 4.sæti, en HK og Fram eru næst inn í 5.- og 6.sæti
, og eiga þau bæði 
möguleika á að slá okkur út) þannig að við búumst við fjölmenni á þennan leik ! 

Stelpurnar í 7.flokki ætla að  gefa strákunum styrk og kraft í þessum leik og leiða þá inn á völlinn,
við erum alveg vissar um að leiða þá einnig til sigurs!! 
Það væri frábært ef að stelpurnar gætu allar mætt ásamt foreldrum, syskinum og öllum sem vilja sjá ÍR í 
úrslitunum á milli jóla og nýárs.
Nánari upplýsingar koma í vikunni.

1 comment:

  1. Anna María telur niður í kvöldið, mætir að sjálfsögðu eldhress kl. 19

    ReplyDelete