Wednesday, November 9, 2011

1 mót vetrarins

Góðan dag foreldrar.

Fyrsta mót vetrarins verður nú um helgina laugardaginn 12 nóv. í Austurbergi.

Við verðum með 4 lið sem ég kýs að nefna gula, græna, appelsínugula og bleikaliðið.

Fyrsti leikur er kl 9:00 og síðasti um 16:00.

Leikinn verður Softball(Vinabolti ) og eru 4 í liði.

Ég bið ykkur um vera stundvís og láta mig vita eins fljótt og hægt er ef einhver forföll verða. Gsm 897-3388

Stelpurnar fá miða með sér heim á morgun sem verður með nánari tímasetningum.

Mér þætti mjög vænt um að sjá sem flestar stelpur og foreldra á leikjum hjá „hinum liðunum okkar“ eins mikið og hægt er. Það skiptir máli að þær fái hvatningu frá sem flestum. Við erum allar 20 saman í liði :-)

Stelpurnar eiga að koma með hollt nesti, brauð og/eða ávexti og vatnsbrúsa. Gosdrykkir, sætabrauð úr bakaríi,orkudrykkir eða sælgæti eru algjörlega bannaðir í mínu liði meðan á keppni stendur.

Mætum einnig með stuttbuxur,skó og hvíta boli (ÍR boli þær sem eiga svoleiðis). Höfum gaman og hvetjum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Kveðja Gummi Páls.

No comments:

Post a Comment