Thursday, February 27, 2014

Bikarhelgin - Pistill úr klefanum frá Bjarka Sig.

Sælir kæru ÍR-ingar - velkomin í  bikarhelgina okkar.

Við áttum stórkostlega "Final Four" bikarhelgi á síðasta ári þegar við lönduðum bikarnum. Þá var Höllin máluð blá að okkar hætti og stuðningurinn var frábær á báðum leikjum okkar enda slógum við aðsóknarmetið þá helgi.  

Nú ætlum við að endurtaka leikinn frá því í fyrra og taka þessa bikarhelgi með trompi,  því með ykkar stuðningi í stúkunni er fátt sem stöðvar okkur ÍR-inga.      

Við mætum mjög góðu liði Aftureldingar í undanúrslitunum á föstudeginum  28. Feb. kl. 17:15.    Afturelding hefur ekki tapað leik á þessu tímabili og eru strákarnir þar búnir að  slá út tvö  úrvalsdeildarlið á leið sinni í Final Four.     Þeir eru því sýnd veiði en ekki gefin,  enda er mjög  mikilvægt að fjölmenna á leikinn í ÍR-litunum og styðja okkur strákana í að komast í gegnum hann og  alla leið í úrslitaleikinn, sem verður síðan á laugardaginn kl. 16:00 gegn FH eða Haukum.

Undirbúningur hefur gengið vel í okkar herbúðum  og höfum við farið vel yfir það á video fundum hvernig andstæðingar okkar spila.     Okkar plan liggur því  ljóst fyrir enda eru leikmenn og skipulagið klárt.   

Strákarnir okkar mæta því fullir sjálfstrausts og tilhlökkunar í þessi verkefni sem býða okkar núna um helgina, og með ykkar stuðning og stemningu förum við alla leið og höldum bikarnum okkar í Breiðholti þar sem hann á heima.

Það er síðan okkar von að ÍR Handbolti  landi tveimur bikarmeisturum þessa helgi því Elli Ísfeld og strákarnir í 4.fl. ka.E hafa einnig tryggt sig inn í úrslitaleikinn í bikarnum og spila þeir við ÍBV kl. 14:30 á sunnudeginum í Höllinni.
Við óskum þeim góðs gengis og vitum að ÍR-ingar fjölmenna til að styðja þá líka. 

Sjáumst í Höllinni  
Áfram ÍR !!

Kv.
Bjarki Sig.

No comments:

Post a Comment