Vertu hluti af skemmtilegum félagsskap og taktu þátt í að efla starfið enn frekar hjá okkur.
Skráðu þig á A - stigs Dómaranámskeið hjá ÍR Handbolta fyrir 98' árg og eldri.
Dagsetning: Fimmtudagur 31.jan kl. 18:00 til 20:30 Austurbergi.
Við
höldum vanalega 4 mót á hverju tímabili í Austurbergi fyrir 7.fl. –
5.fl. ( 7-til 14 ára aldur) og eru þetta yfirleitt 100 – 200 leikir sem
fara fram yfir svona helgi.
Þú dæmir 3 til 4. leiki á svona helgi með öðrum félaga.
Skráning > https://docs.google.com/
Myndir úr starfinu hér að neðan
Það lítur því út fyrir að „feðgar“ og „feðgin“
mundi vera í dómgæslu á næsta móti. Þar sem A-stigs dómararnir Gummi,
Steini og Ágúst eiga allir stráka í 4.fl. ka. og A-stigs dómararnir
Heimir og Siggeir eiga stelpur í 4.fl. kv.
Pabbar þeirra eru einnig í Dómaraakadmíu ÍR en það eru þeir Runólfur og Valur.
Kristín Aðalsteins er einn af C-stigs dómurum
okkar sem fylgist með óvönum dómurum og leiðbeinir þeim, ásamt því að
dæma sjálf á mótum með okkur.
Liverpool gengið okkar Bjarki sem á strák í 7.fl. og Siggeir sem á stelpu í 4.fl.
eru flottir á vellinum og hafa dæmt marga leiki saman.
Mömmurnar Halldóra sem á stelpu í 6.fl. kv. og Rannveig sem á stelpu í 3.fl.
komu í hópinn í fyrra.
Feðginin Róbert og Katrín standa sig ávalt vel á
mótum. Róbert er búinn að dæma lengi hjá okkur og ekki langt fyrir
stelpunua að sækja hæfileikana.
Feðgarnir Ingólfur í 3.fl. og Toggi hafa dæmt marga leiki saman.
Þarna kom þó að því að unginn færi að kenna hænunni :-)
Aníta og Solla í 3.fl. kv. búnar að spila handbolta saman í gegnum alla yngri flokka ÍR og kunna þetta.
Hluti af nemendunum í fyrra sem tók A-stigið.
Betra að glósa niður það sem verið er að fara yfir.
Síðan er verklegur hluti dómgæsla á móti, og þar
var Fúsi þjálfari hjá Val var ánægður með Sigrúnu og Birtu sem stóðu sig
með prýði.
Síðan er fullt annað skemmtilegt t.d. „Grill á leikdag“ eða Pizzaveislur fyrir leik og annað sem okkur getur dottið í hug.
Viljum endilega fá fleiri foreldra inn í starfið hjá okkur,
þannig getið þið tekið þátt í að gera handboltann enn skemmtilegri hjá ÍR.
Skráið ykkur á námskeiðið næsta fimmtudag. 31.jan. kl. 18:00 Austurbergi >>
https://docs.google.com/ spreadsheet/ccc?key= 0ArXy0rqrXH8ZdElxNWlpQnExeXdUR 0pGd01NanU2SXc#gid=0
No comments:
Post a Comment