Tuesday, January 29, 2013

Skráðu þig á A-stigs dómaranámskeið hjá ÍR Handbolta

Vertu hluti af skemmtilegum félagsskap og taktu þátt í að efla starfið enn frekar hjá okkur.
Skráðu þig á A - stigs Dómaranámskeið hjá ÍR Handbolta fyrir 98' árg og eldri. 
Dagsetning: Fimmtudagur 31.jan kl. 18:00 til 20:30 Austurbergi.
Við höldum vanalega 4 mót á hverju tímabili í Austurbergi fyrir 7.fl. – 5.fl. ( 7-til 14 ára aldur)  og eru þetta yfirleitt 100 – 200 leikir sem fara fram yfir svona helgi.
Þú dæmir 3 til 4. leiki á svona helgi með öðrum félaga.

Myndir úr starfinu hér að neðan

 Gummi og Steini  tóku A-prófið í fyrra, þeirra strákar æfa með 4.fl. og munu því  fara á dómaranámskeiðið núna þar við sendum alla iðkendur í 4.fl. á þetta A-stigs dómaranámskeið.
Það lítur því út fyrir að „feðgar“ og „feðgin“ mundi vera í dómgæslu á næsta móti.   Þar sem  A-stigs dómararnir Gummi, Steini og Ágúst eiga  allir stráka í 4.fl. ka. og A-stigs dómararnir Heimir og Siggeir eiga stelpur í 4.fl. kv.  

 Sigrún og Birta í 3.fl. kv tóku A-prófið í fyrra og eru efnilegasta dómaraparið okkar.
Pabbar þeirra eru einnig í Dómaraakadmíu ÍR en það eru þeir Runólfur og Valur.
 
Davíð Hedin A-stigs dómari og pabbi Önnu Bríet Hedin sem spilar með 5.fl. kv. er einn af reynsluboltunum okkar sem gott er fyrir óvana dómara að dæma með.


Kristín Aðalsteins er einn af C-stigs dómurum okkar sem fylgist með óvönum dómurum og leiðbeinir þeim, ásamt því að dæma sjálf á mótum með okkur.

 Liverpool gengið okkar Bjarki sem á strák í 7.fl. og Siggeir sem á stelpu í 4.fl. eru flottir á vellinum og hafa dæmt marga leiki saman.

Guðrún og Sólveig voru í 4.fl. þegar þær tóku A-stigs prófið.

Mömmurnar Halldóra sem á stelpu í 6.fl. kv. og Rannveig sem á stelpu í 3.fl. komu í hópinn í fyrra.

 Feðginin Róbert og Katrín standa sig ávalt vel á mótum.   Róbert er búinn að dæma lengi hjá okkur og ekki langt fyrir stelpunua að sækja hæfileikana.

 Feðgarnir Ingólfur í 3.fl. og Toggi  hafa dæmt marga leiki saman. Þarna kom þó að því að unginn færi að kenna hænunni :-)

 
 Hilamr á stelpu í 5.fl. og Valur á stelpu í 3.fl. , báðir flottir dómarar hjá okkur.
 



 Aníta og Solla í 3.fl. kv. búnar að spila handbolta saman í gegnum alla yngri flokka ÍR og  kunna þetta.



 En þetta byrjar allt á því að kennarar frá HSÍ fara yfir bóklega hlutann

 
Hluti af nemendunum í fyrra sem tók A-stigið. 

 
Betra að glósa niður það sem verið er að fara yfir.

 
Síðan er verklegur hluti dómgæsla á móti, og þar var Fúsi þjálfari hjá Val var ánægður með Sigrúnu og Birtu sem stóðu sig með prýði.

 
Síðan er fullt annað skemmtilegt t.d. „Grill á leikdag“  eða Pizzaveislur fyrir leik og annað sem okkur getur dottið í hug.

Viljum endilega fá fleiri foreldra inn í starfið hjá okkur, 
þannig getið þið tekið þátt í að gera handboltann enn skemmtilegri hjá ÍR.
Skráið ykkur á námskeiðið næsta fimmtudag. 31.jan. kl. 18:00 Austurbergi >> https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0ArXy0rqrXH8ZdElxNWlpQnExeXdUR0pGd01NanU2SXc#gid=0
 

No comments:

Post a Comment