Stelpurnar í 7.flokk tóku þátt í Ákamótinu hjá HK um helgina og mætti ÍR með 3 flott lið. Stelpurnar stóðu sig allar með stakri prýði og voru til algjörar fyrirmyndar. Gaman að sjá hversu margir foreldrar, systkini, afar og ömmur mættu á leikina til að hvetja stelpurnar til dáða. Allir skemmtu sér konunglega og höfðu gaman af. Allar stelpurnar fengu medalíu í mótslok. Góð helgi að baki hjá stelpunum sem fá dóta- og bangsaæfingu æfingu á miðvikudag hjá Gumma í verðlaun..
Fleiri myndir eru komnar inn í myndaalbúm hjá stelpunum.
https://picasaweb.google.com/irstelpur7fl
Endilega bætið myndum inn í albúmið sem þið tókuð á mótinu.
No comments:
Post a Comment