Monday, April 4, 2011

Frábær helgi að baki

Frábært keppnisferðalag er nú að baki hjá stelpunum. Margar voru í fyrsta sinn að gista á öðrum stað en hjá ættingjum eða nánum vinum. Fyrir margar var það stór þröskuldur en þær ráku ekki einu sinni tærnar í þessa hindrun. Flugu bara yfir. Innan vallar sem utan voru þær okkur þjálfurum, foreldrum sínum, félaginu og ekki síst sjálfum sér til sóma.
Öllum reglum fylgt út í ystu æsar og ekkert mál.
Ég er líka sannfærð um það að með okkur var ekkert meira né minna en landslið fararstjóra. Allt gekk 100% hjá þeim og þó að einhver( einn pabbi var með) eða einhverjar, hafi verið í fararstjórn í fyrsta sinn var það ekki að sjá. Öllu var reddað með brosi á vör, skera ávexti, taka allt liðið í hárgreiðslu, svæfa eða stjórna leikjum ekkert var þeim ofaukið.
Einnig hjálpuðu allir aðrir foreldrar sem komu til að hvetja, til og það var bara gaman.

Það er ekki vandamál að fara í keppnisferðalag með svona hóp.
Ég þakka innilega fyrir helgina, þið voruð alveg frábær.

kv.Kristín

3 comments:

  1. Takk fyrir helgina - mjög vel heppnuð ferð. Ásthildur kemst ekki á æfingu á morgun.
    kv Hrönn

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir helgina, stelpurnar alsælar með ferðina og keppnina. Þetta var virkilega gaman.

    ReplyDelete
  3. Takk sömuleiðis fyrir helgina, þetta var frábært mót og flottar stelpur sem voru að keppa. Ég skemmti mér ekkert minna en stelpurnar ;D

    ReplyDelete