Fundurinn okkar var ágætlega sóttur en 18 manns mættu. Fundurinn var stuttur og þægilegur en farið var yfir mótin í vetur, rætt um æfingar og starf félagsins. Þrír foreldrar buðu sig fram í foreldraráð.
Fyrir 8. flokk er Aðalheiður Fritzdóttir mamma Rebekku Rúnar.
Fyrir 7.flokk eru: Sigríður Halla Magnúsdóttir mamma Kristínar Maríu
og Lilja Björk Stefánsdóttir mamma Ernu Eirar.
Mótin í vetur verða eftirfarandi:
8. flokkur 2 mót
1.mótið 15.-17.nóvember haldið hjá Gróttu á Seltjarnarnesi
2.mótið 7.-9. mars haldið hjá Stjörnunni í Garðabæ.
7. flokkur 4 mót
1. mótið 12. október hjá okkur í Austurbergi
2. mótið 29.-1. des hjá FH Hafnarfirði
3. mótið 31.-2. febrúar hjá HK í Digranesi
4. mótið 4.-6. apríl hjá Selfossi og þar er gist eina nótt.
Mótin eru öll svokölluð Vinamót og haldin til að kynna leikinn en ekki einblínt á keppni sem slíka. Mörkin eru til dæmis ekki talin og allir eru sigurvegarar. Markmiðið er að allir séu virkir þátttakendur í leikjunum.
No comments:
Post a Comment