Selfossferðin var kynnt fyrir foreldrum. Við förum með 5 lið og 5 fararstjóra. Erum mjög sáttar við það.
Ákveðið var að allar stelpurnar mundu safna fyrir ferðinni sem kostar 5000.- krónur á hverja stúlku og er allt inni í því verði.
Við ætlum að selja lakkrís sem verður afhentur eftir æfingu í Seljaskóla á mánudag. Hún Erla mamma hennar Sunnu Dísar og Siggu Lilju ætlar að sjá um þessa söfnun.
Við verðum auðvitað með einhvern bita handa stelpunum á milli leikja og voru nokkrir foreldrar sem tóku að sér að útvega það.
Fararstjórnin mun svo taka einn stuttan fund fyrir ferð þar sem gengið verður frá því hverjar fara í hvaða bíla austur.
Fylgist með okkur hér á blogginu. Við ætlum að vera duglegar að upplýsa ykkur. Aðalmarkmiðið okkar er að ferðin verði frábær fyrir allar stelpurnar.
No comments:
Post a Comment