Wednesday, April 27, 2011

Síðasta æfing vetrarins

Á fimmtudaginn er komið að síðustu æfingu vetrarins. Æfingin er frá kl. 17:15-18:15 í Breiðholtsskóla og eiga allir að mæta á sama tíma. Við ætlum að hafa þetta foreldraæfingu þannig að ef foreldrar hafa tök á að mæta með barni sínu væri það alveg frábært.
Við ætlum að fara í alls konar leiki og gera okkur glaðan dag. í lokin kynnum við svo dagskrána fram að uppskeruhátíð.

ALLIR FORELDRAR SEM ÆTLA AÐ TAKA ÞÁTT Í ÆFINGUNNI EIGA AÐ MÆTA MEÐ ULLARSOKKA OG VETTLINGA!!!!

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

No comments:

Post a Comment